Segment

Loftslagsmál snerta okkur öll og krefjast aðgerða frá einstaklingum, fyrirtækjum og þjóðum. Framlag Landsvirkjunar til loftslagsmála er tvíþætt. Annars vegar vinnur fyrirtækið orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum og hins vegar leggur það áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni.

Section
Segment

Landsvirkjun vinnur orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum

Vatn

Varmi

Vindur

Section
Segment

Langt undir meðalkolefnisspori í Evrópu

Kolefnisspor starfseminnar er mjög lítið en fyrirtækið stefnir að því að starfsemin verði kolefnishlutlaus. Áhersla er á að þekkja áhrif starfseminnar og eru niðurstöður svokallaðra vistferilgreininga að kolefnisspor aflstöðva sé mjög lítið.

Meðalkolefnisspor raforkuvinnslu í Evrópu er 417 g CO2-ígildi/kWst á meðan kolefnisspor Búðarhálsstöðvar er 1,5 g CO2-ígildi/kWst og Fljótsdalsstöðvar 1,2 g CO2-ígildi/kWst. Kolefnisspor vindmyllanna tveggja á Hafinu er metið 5,3 g CO2-ígildi/kWst yfir líftíma þeirra en kolefnisspor vindorku frá stærri vindlundum á Íslandi væri líkast til mun lægra.

Segment

Eitt af markmiðum Landsvirkjunar er að starfsemi fyrirtækisins verði kolefnishlutlaus árið 2030.

Segment

Hærri einkunn í alþjóðlegum samanburði

Félagið er í hópi um sjö þúsund fyrirtækja sem skila inn upplýsingum til alþjóðlegu samtakanna CDP, sem stuðla að samræmdri og faglegri upplýsingagjöf um frammistöðu í loftslagsmálum. Árið 2018 hækkaði einkunn okkar úr C í B, sem samkvæmt einkunnakerfi CDP þýðir að fyrirtækið hefur góða yfirsýn yfir loftslagsmál í starfsemi sinni og stýrir þeim á markvissan hátt. Meðaleinkunn í Evrópu er B– og í okkar geira á heimsvísu er hún C.

Segment

Fyrirtækið vill upplýsa um árangur í loftslagsmálum og vita hvernig það stendur í samanburði við aðra raforkuframleiðendur á heimsvísu. 

Section
Segment

Aðgerðir okkar til að draga úr loftslagsáhrifum

Bindum á móti því sem við losum
Til þess að ná markmiði sínu um kolefnishlutlausa starfsemi hefur fyrirtækið, samhliða því að draga úr losun, unnið að bindingu kolefnis með landgræðslu og skógrækt. Jafnframt er í undirbúningi verkefni þar sem votlendi er endurheimt og þar með dregið úr losun kolefnis.

Innra kolefnisverð
Innra kolefnisverð setur kostnaðarviðmið fyrir losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi fyrirtækja til að styðja við ákvarðanir og aðgerðir þeirra í loftslagsmálum. Árið 2018 ákvað félagið að innleiða innra kolefnisverð og styðja þannig við yfirlýst markmið um að vera kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2030. Byrjað var með viðmið tengt verði á losunarheimildum í viðskiptakerfi Evrópusambandsins. Jafnframt var sett af stað vinna við að meta innra kolefnisverð fyrirtækisins miðað við þau úrræði sem Landsvirkjun stendur til boða við að binda og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Græn skuldabréf
Árið 2018 gaf félagið, fyrst íslenskra fyrirtækja, út græn skuldabréf. Það fjármagn sem fékkst úr útboðinu var nýtt til uppbyggingar Þeistareykjavirkjunar og stækkunar Búrfellsstöðvar. Fjárfestum gafst því gott tækifæri á að fjárfesta í endurnýjanlegri orkuvinnslu sem skilar sér í lægra kolefnisspori samanborið við meðalorkuvinnslu í Evrópu. 
Nánar um græn skuldabréf

Aukin orkunýting og orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjafa
Árleg nýting rennslisorku við Búrfellsstöð var að jafnaði um 86%, en eftir stækkun stöðvarinnar er nýtingin 94% og hefur því aukist um 8%, eða 300 GWst.
 

Orkuskipti í samgöngum
Landsvirkjun er virkur þátttakandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi og er m.a.
innan Samorku og hluthafi í Íslenskri NýOrku og Grænni orku. Markmið fyrirtækisins er að 25% bílaflota fyrirtækisins séu rafknúin árið 2020. Í árslok 2018 voru 22% af bílum í eigu Landsvirkjunar hreinorkubílar, þar af 14% rafmagnsbílar, 7% tengiltvinnbílar og 1% vetnisbílar. 
Meðallosun bíla í eigu fyrirtækisins er 4,3 tonn CO2-ígilda árið 2018 og hefur minnkað um 20% síðan 2014.

Dregið úr losun í framkvæmdum með vistvænni steypu
Vistferilsgreiningar sýna að stór hluti kolefnisspors vatnsaflsvirkjana fyrirtækisins verður til við framleiðslu á sementi, eða 15-30% miðað við 100 ára rekstur. Út frá þessum niðurstöðum setti Landsvirkjun af stað tilraunaverkefni samhliða stækkun Búrfellsstöðvar þar sem notuð var vistvæn steypa með lægra hlutfalli af sementi en hefðbundin steypa. Vistvæna steypan, sem var nýtt til að steypa aðkomuvegg stöðvarinnar, er íslensk hönnun, nýtir að hluta kísilryk og basaltmélu í stað sements og gefur við það um 25-30% lægra kolefnisspor en önnur steypa sem notuð er í framkvæmdinni. 

Þegar vistferilsgreiningar Fljótsdalsstöðvar og Búðarhálsstöðvar eru bornar saman má sjá að losun á Íslandi er mun minni við byggingu Búðarhálsstöðvar. Ástæðan fyrir því er að við byggingu Fljótsdalsstöðvar var notað sement framleitt á Íslandi en við byggingu Búðarhálsstöðvar var sementið innflutt frá Danmörku. Í tilfelli Fljótsdalsstöðvar er losunin við framleiðslu á sementi því hluti af loftslagsbókhaldi Íslands, en Danmerkur í tilfelli Búðarhálsstöðvar. 

Hvar losunin á sér stað dregur ekki úr áhrifum hennar á andrúmsloftið og því telur Landsvirkjun tilraunaverkefnið við stækkun Búrfellsstöðvar mikilvægt skref til að draga úr kolefnisspori vatnsaflsvirkjana. 

Segment
  • Losun erlendis
  • Losun á Íslandi
  • Ávinningur af endurvinnslu
  • Heildar kolefnisspor
Section
Segment

Grænt bókhald

Hér má sækja grænt bókhald Landsvirkjunar 2018.

Vinsamlega athugið að skipt var um útgáfu á Grænu bókhaldi þann 11.03.2019 vegna uppfærslu á mynd nr. 24.
Grænt bókhald 2018 - Útgáfa 2
8,07 MB PDF File

Hér má sjá útgefnar eldri umhverfisskýrslur