Segment

Landsvirkjun leggur áherslu á að stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins og kappkostar því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Hluti af því er að efla og nýta nýjustu þekkingu á aðferðafræði til að meta áhrif framkvæmda á ásýnd og landslag.

Fyrirtækið hefur markvisst unnið að þessum málaflokki, m.a. með því að setja fram áherslur fyrirtækisins í landslags- og útlitshönnun mannvirkja, styrkja þátt landslagsarkitektúrs og arkitektúrs í þróun og byggingu virkjunarkosta, þróa og efla landslags- og ásýndargreiningar og vinna að umbótum á vinnuferlum til að styrkja málaflokkinn.

Section
Segment

Landslagshönnun og útlitshönnun mannvirkja

Fyrirtækið hefur markað sér umhverfisstefnu og skilgreint mikilvæga umhverfisþætti í starfseminni.

Einn þessara umhverfisþátta tekur á áhrifum á ásýnd og náttúru: sjónrænum áhrifum og landmótun. Stefnumið um landslags- og útlitshönnun mannvirkja var samþykkt árið 2016, og er einnig hluti af því að framfylgja stefnu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins.

Section
Segment

Stefna Landsvirkjunar er að skapa sem best heildarjafnvægi milli útlits mannvirkja, landmótunar og náttúrulegs umhverfis.

Section
Segment

Krefjandi verkefni í heillandi landslagi

Landslag virkjunarverkefna er að mestu staðsett á hálendinu, á svæðum með lággróðri, mosa og litlu skóglendi.

Oft er það nærri jökli, ungu hrauni, sandmelum, fjöllum og ám. Sömu þættir og gera íslenskt landslag heillandi gera það krefjandi fyrir hönnun landslags og arkitektúr í orkuverkefnum.

Tilgangur stefnumiðsins um landslags- og útlitshönnun er að skilgreina meginlínur Landsvirkjunar í hönnun sem lýtur að yfirbragði mannvirkja og landslagsfrágangi á virkjanasvæðum.

Við hönnun landslags og útlits verður að hafa marga þætti í huga. Samkvæmt stefnumiði ber að líta til lykilþátta á borð við sköpunarmátt, list og samvinnu, hugmyndafræði, menningararf, landslagsgreiningar, vistvæna hönnun, fjölnýtingu og samþættingu, auk þess sem efna ber til hönnunarsamkeppni þegar því verður komið við.

Section
Segment
  • Krafla - Pípur.jpg
  • Námafjall.jpg
  • Holuhraun.jpg
  • Fjall_Loftmynd_Fljotsdalsstod_LV.jpg
Hver er besta leiðin til að hanna mannvirki í opnu, viðkvæmu landslagi? Ætti markmiðið að vera að reyna að fela öll mannvirki, eða er rétt að láta þau sjást og sýna vinnslu endurnýjanlegrar orku í landslaginu?

Section
Segment

Menningararfur

Til að vinna að þessum markmiðum hafa verið í gangi ýmis verkefni á árinu, m.a. mannvirkjaskráning á aflstöðvum á Sogssvæðinu og svæði Laxárvirkjana.

Mannvirkjaskráning snýst um að leggja lagt mat á varðveislugildi svipmóts byggðar og einstakra bygginga sem fyrir eru á starfssvæðum. Tilgangurinn með skráningunni er að tryggja að ákvarðanir um breytingar á einstökum húsum eða húsaþyrpingu séu teknar með þekkingu á því gildi sem þau hafa fyrir umhverfi sitt og komandi kynslóðir og uppfylli skilyrði í leyfisveitingum.

Segment
  • ljósifoss.jpg
  • img053.jpg
  • img123.jpg
  • Untitled.jpg
  • steingrimsstod.jpg
Section
Segment

Landslagsgreiningar

Á árinu var unnið að því að endurskoða aðferðafræði og þætti í mati á umhverfisáhrifum sem fjalla um ásýnd og landslag og svo mótvægisaðgerðir, með það í huga að gera þá einfaldari, skýrari og aðgengilegri í eftirfylgni og að setja fram viðmið til samræmingar á milli virkjunarkosta.

Þá var unnið verkefni sem snerti á mati á umhverfisáhrifum og endurskoðun á ásýndarþáttum og landslagsgreiningum. Í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga og Skipulagsstofnun voru bornar saman núverandi aðferðir í matsskýrslum í mati á umhverfisáhrifum, þær greindar og metnar og settar fram leiðbeiningar um aðferðafræði og viðmið Landsvirkjunar í landslagsgreiningum til samræmingar á milli virkjunarkosta. Lögð var fram tillaga um aðferðafræði og úrbætur um aðferðir við greiningu á landslagi, samræmd viðmið og mat á vægi áhrifa. Í vinnslu eru leiðbeiningar fyrir landslags- og ásýndargreiningar fyrir stjórnkerfið.

Segment
Section
Segment

Fjölnýting og samþætting

Útivist og orkuvinnsla var verkefni sem unnið var af háskólanema.

Verkefnið rannsakaði möguleika til útivistar við orkuvinnslusvæði, áhersla var lögð á umhverfi vatnsaflsstöðva við Sogssvæðið. Rannsakað var hvaða tækifæri væru fyrir almenna útivist og ferðamennsku. Í skýrslunni var farið yfir núverandi einkenni lands, náttúrufar, mannlíf og menningu. Nærumhverfi Sogsstöðva var kortlagt og metið, lagðar fram tillögur að yfirlitskorti sem sýndi bæði núverandi og möguleg útivistarsvæði og samgönguleiðir. Lagðar voru fram tillögur að valkostum við staðsetningu og hugmyndir að hönnun einstakra svæða; að nýjum áningarstöðum og stígaleiðum.

Section
Segment

Landslagsmótun og mannvirkjagerð

Hvernig þróast virkjanaverkefni? Ferlið við þróun og byggingu virkjana er:

Section
Segment

Sjónræn áhrif á landslag

Fjölmargir hönnunarþættir hafa sjónræn áhrif á landslag í virkjunarverkefnum.

Þar má nefna stöðvahús og tengd orkumannvirki, aðkomu, vegi, útisvæði, aðrar samgönguleiðir og önnur útisvæði, lón og stíflumannvirki, tímabundnar vinnubúðir, vinnusvæði og geymslurými, inntaks- og frárennslisskurði, borsvæði, plön og vatnstökusvæði, rör, línur og leiðslur, möstur, efnistöku- og haugsvæði og skeringar og fyllingar.

Section
Segment

Hvammsvirkjun: Endurskoðun

Hvammsvirkjun var færð í orkunýtingarflokk með þingsályktun 1. júlí 2015 en Landsvirkjun hafði um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi virkjunarinnar.

Verkhönnun lauk árið 2003 og útboðshönnun hófst árið 2007. Gert var hlé á útboðshönnun á árunum 2009-2014, en rannsóknir voru þó enn í gangi. Vinna við endurskoðun á hönnun virkjunar var hafin árið 2016, eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar, þar sem kveðið var á um að meta þyrfti aftur áhrif á tvo umhverfisþætti: útivist og ferðaþjónustu annars vegar og landslag og ásýnd lands hins vegar. Að öðru leyti hélt mat á umhverfisáhrifum frá 2004 gildi sínu.

Við endurskoðunina var haft til viðmiðunar stefnumið fyrir landslags- og útlitshönnun mannvirkja, um að skapa sem best heildarjafnvægi milli útlits mannvirkja, landmótunar og náttúrulegs umhverfis. Mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar á fyrrnefnda tvo þætti lauk svo með áliti Skipulagsstofnunar í mars 2018. Í nýrri matsskýrslu eru mótvægisaðgerðir sem fyrirtækið hefur ákveðið að ráðast í til að lágmarka áhrif virkjunar á landslag og ásýnd.

Ný skilgreining

Í nýrri skilgreiningu verkefnisins við útlitshönnun og landmótun var óskað eftir nýjum hugmyndum í samræmi við ný stefnumið Landsvirkjunar sem tækju mið af frjálsari hönnunarramma og hvernig hönnuðir hefðu gengið til verks ef þeir hefðu þess kost að byrja upp á nýtt með frjálsari hendur. Þær takmarkanir voru þó að hönnuðir þurftu að halda tæknilegum innviðum og verkfræðilegum útfærslum neðanjarðar eins og jafnframt staðsetningum mannvirkja.

Dregið úr sjónrænum áhrifum úr fjarlægð

Í nýrri grunnhugmynd lokahönnunar um útlit mannvirkja og landmótunar er:

Megináhersla […] lögð á að draga úr sjónrænum áhrifum úr fjarlægð, eins og kostur er, en bera fram vandaða, látlausa hönnun sem fellur vel að landslagi í návígi. Markmið heildarhönnunar mannvirkja og landmótunar er að vekja áhuga og jákvæð hughrif þegar komið er inn á svæðið. Arkitektúr mannvirkja, landmótun og efnismeðferð miða að heildrænu yfirbragði á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar þar sem vistvæn nálgun og tillitssemi við náttúruna sitja í fyrirrúmi.

Segment
  • 1. Stöðvarhús_austur_red GM.jpg
  • 10. FUGLA_inntak_red GM 2.jpg
  • 11. Stöðvarhús_FuglaBreytt_red GM.jpg
  • 12. 224_arkitektamodel_v2.jpg
  • 13. 1531_v2.jpg
  • 14. 0652_v2.jpg
  • 15. 068_3d_v06_arkitektamodel.jpg
  • 16. 218_3d_v02_arkitektamodel.jpg
  • 2. Flóðvirki_útsýnispallur 2.jpg
  • 3. frá þaki_inntak_red GM.jpg
  • 4. Stöðvarhús_aðkoma_uppf02.jpg
  • 5. fróðvirki_pallur_uppf02.jpg
  • 6. flóðlokur A.jpg
  • 7. inntak_niðri_uppf02.jpg
  • 8. flóðlokur_fugla_red GM.jpg
  • 9. Stöðvarhús_aftan_red GM.jpg
Section
Segment

Hugmyndir að virkjunum framtíðarinnar

Hér fyrir neðan getur að líta hugmyndir hönnuða að virkjunum framtíðarinnar í samræmi við nýtt stefnumið um landslags- og útlitshönnun mannvirkja.

Næsta skref er að halda áfram að fylgja og styrkja stefnumið fyrirtækisins varðandi landslags- og útlitshönnun í gæðakerfinu með leiðbeiningum, verklýsingum og verklagsreglum.

Segment

Möguleg jarðhitastöð í framtíðinni

  • HV_kraftwerk_persp-3.jpg
  • HV_hotel_persp-2.jpg
  • HV_kraftwerk_persp-1.jpg
  • HV_hotel_persp-1.jpg