Section
Segment

Félagið vinnur markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og leggur mikla áherslu á að þekkja þau áhrif sem fyrirtækið hefur á náttúru og samfélag.

Einn liður í því er vöktun á nýtingu og mögulegum áhrifum starfseminnar. Í grænu bókhaldi fyrirtækisins er gerð grein fyrir niðurstöðum vöktunar árið 2018 með samanburði við fyrri ár.

Hér á eftir er gerð grein fyrir kolefnisspori ársins og við hvetjum lesendur til að skoða niðurstöður fyrir aðra þætti í græna bókhaldinu, sem má nálgast í heild sinni neðst á síðunni.

Segment

Bein losun vegna rafmagnsvinnslu fyrirtækisins
hefur dregist saman um 26% á síðustu tíu árum.

Segment

Við útreikninga á losun vegna starfsemi fyrirtækisins er farið eftir alþjóðlegu aðferðafræðinni Greenhouse Gas Protocol. Eins og kemur fram á myndinni hér fyrir neðan er losun skipt í þrjá flokka eftir því hvar hún á sér stað í virðiskeðjunni. Umfang 1 nær yfir beina losun frá starfsemi fyrirtækisins en umfang 2 og 3 ná yfir óbeina losun sem verður til vegna vöru og þjónustu sem Landsvirkjun kaupir og vegna flutnings raforku til viðskiptavina.

Fyrir utan þessa þrjá flokka sem nefndir eru hér að ofan eru mótvægisaðgerðir og losun á lífrænu CO2. Kolefnisbinding mótvægisaðgerðanna er gefin upp sér og er notuð í útreikningum á kolefnissporinu. Losun á lífrænu CO2 frá lónum og brennslu lífræns eldsneytis er tilgreind sérstaklega.

Section
Segment

Losun eftir umfangi

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá þá þætti sem eru teknir fyrir í losunarbókhaldi ársins og skiptingu þeirra eftir umfangi starfseminnar.

Segment
CO CH N O HFC s PFCs SF Umfang 1 Bein losun Umfang 2 Óbein losun Umfang 3 Óbein losun Umfang 3 Óbein losun Keypt rafmagn og hiti. Framkvæmdir - Jarðefnaeldsneyti, - steypa, - stál Flug Ferðir starfsmanna til og frá vinnu Áburður SF frá rafbúnaði Landsnets Framleiðsla eldsneytis Önnur innkaup Jarðvarma- vinnsla SF Lón Eldsneytis- notkun LV Vörur og þjónusta til Landsvirkjunar Vörur og þnusta frá Landsvirkjun Landsvirkjun Endurnýjanleg raforka Lífræn CO losun Kolefnis- binding Úrgangur
Section
Segment

Kolefnisspor 2018

Kolefnisspor Landsvirkjunar fyrir árið 2018 er um 28 þúsund CO2-ígilda, sem jafngildir 1,94 g CO2-ígildum/kWst.

Heildarlosun frá rekstri fyrirtækisins* var 53 þúsund tonn CO2-ígilda. Lífræn CO2-losun frá uppistöðulónum nam 6,5 þúsundum tonna. 

Binding kolefnis á vegum félagsins var 31,3 þúsund tonn CO2-ígilda.

*Miðað er við aðferðafræðina Greenhouse Gas Protocol.

Segment

Kolefnisspor Landsvirkjunar = heildarlosun gróðurhúsalofttegunda + lífræn losun COfrá lónum - kolefnisbinding.

Segment

Losun frá jarðvarma telur mest í heildarlosuninni eða um 77%, þar á eftir er losun lóna tæplega 14%. Auk eigin uppgræðsluverkefna kaupir fyrirtækið bindingu af Kolviði sem jafngildir losun vegna brennslu eldsneytis, úrgangs og flugferða starfsmanna. Með allri kolefnisbindingu ársins er búið að kolefnisjafna 53% af heildarlosun starfseminnar.

Segment
Segment

Þegar losun er skipt upp eftir því hvar hún á sér stað í virðiskeðjunni kemur í ljós að tæplega 49 þúsund tonn CO2-ígilda, eða 93% af heildarlosun, eiga sér stað í umfangi 1 sem er bein losun frá starfsemi fyrirtækisins. Losun sem verður til vegna vöru og þjónustu sem fyrirtækið kaupir og vegna flutnings raforku til viðskiptavina í umfangi 2 og 3 er tæplega fjögur þúsund tonn CO2-ígilda.

Segment
Segment
Section
Segment

Umfang 1 – bein losun

Bein losun vegna rekstrar Landsvirkjunar er tæplega 49 þúsund tonn CO2-ígilda, þar sem losun frá jarðvarma telur mest.

Sé litið á losun frá jarðvarmanýtingu má sjá að hún kemur helst frá Kröflustöð, eða um 80%. Heildarlosun jarðvarmastöðva telur tæplega 41 þúsund tonn CO2-ígilda, þar sem aukin vinnsla var í nýrri stöð á Þeistareykjum.

Uppistöðulón vatnsaflsstöðva valda losun gróðurhúsalofttegunda vegna rotnunar á lífmassa. Losunin ræðst af magni gróðurs sem fer undir vatn, tíma frá sköpun lónsins og hversu stóran hluta árs yfirborð lóna er frosið. Fyrir árið 2018 voru gróðurhúsaáhrif metanlosunar frá lónum rúmlega 7.400 tonn CO2-ígilda. 

Árið 2018 var heildarlosun tæplega 640 tonn CO2-ígilda vegna bruna eldsneytis. Meðallosun bíla í eigu fyrirtækisins er 4,3 tonn CO2-ígilda árið 2018 og jafngildir það um 20% lækkun síðan 2014.

Segment

Umfang 2 og 3 – óbein losun

Óbein losun nær yfir losun sem á sér stað í virðiskeðju fyrirtækisins, eins og kemur fram á myndinni „Losun eftir umfangi“ hér fyrir ofan.

Sú losun telur um fjögur þúsund CO2-ígilda, sem er tæplega 7% af heildarlosuninni. Í umfangi 3 er m.a. losun vegna flugferða starfsfólks, innkaupa og framleiðslu áburðar.

Segment

Binding kolefnis í gróðri og jarðvegi

Landsvirkjun stuðlar að bindingu kolefnis með uppgræðslu og skógrækt.

Árið 2018 telur binding kolefnis með aðferðum uppgræðslu og skógræktar um 31.300 tonn CO2-ígilda og er hlutur uppgræðslu um 90%.

Heildarkolefnisbinding hefur aukist um tæplega 9% frá 2017. 

Segment

Lífræn CO2-losun

Árið 2018 var lífræn losun CO2 frá lónum og vegna brennslu lífræns eldsneytis um 6.500 tonn.

Fyrir losun frá lónum og brennslu lífræns eldsneytis, telst losun á CH4 og N2O til beinnar losunar (umfang 1). Losun CO2 telst sem losun á lífrænu kolefni og er ekki tekin með í samtölu heildarlosunar en er skráð sérstaklega og er hluti af kolefnisspori fyrirtækisins. 

Section
Segment

Ekkert umhverfisatvik á árinu

Markmið félagsins er starfsemi án umhverfisatvika.

Umhverfisatvik er skilgreint sem atvik sem fyrirtækinu ber samkvæmt starfsleyfi að tilkynna til umhverfisyfirvalda eða ef eitthvað í starfseminni fer gegn lögum, reglum eða viðmiðum fyrirtækisins.

Á liðnum árum hefur fjöldi atvika verið frá engu og upp í þrettán. Á árinu 2018 varð ekkert umhverfisatvik í daglegri starfsemi fyrirtækisins og aðeins eitt hjá verktaka á vegum Landsvirkjunar. Atvikið tengdist leka á glussa af beltavél í framkvæmdum.

Section
Segment

Grænt bókhald

Hér má sækja grænt bókhald Landsvirkjunar 2018

Vinsamlega athugið að skipt var um útgáfu á Grænu bókhaldi þann 11.03.2019 vegna uppfærslu á mynd nr. 24.
Grænt bókhald 2018 - Útgáfa 2
8,07 MB PDF File

Hér má sjá útgefnar eldri umhverfisskýrslur