Section
Segment

Landsvirkjun býður viðskiptavinum sínum hágæðaþjónustu og samkeppnishæfar vörur.

Orkusala til viðskiptavina á stórnotendamarkaði nemur tæplega 85% af heildarorkusölu fyrirtækisins sem var um 14,8 teravattstundir á árinu.

Section
Segment

Stækkandi gagnaversiðnaður

Viðskiptavinum í gagnaversiðnaði hefur fjölgað enda fer eftirspurn eftir reikniafli ofurtölva (HPC) og sérfræðiþjónustu í bálkakeðjutækni (e. blockchain technology) sívaxandi.

Stór alþjóðleg fyrirtæki og rannsóknarstofnanir eru á meðal viðskiptavina gagnavera á Íslandi. Aðgangur að reikniafli ofurtölva er í auknum mæli forsenda rannsókna og nýsköpunar, þar sem flóknir útreikningar og hermanir eru notaðir til þess að leysa margvísleg úrlausnarefni. Í gagnaverum hér á landi eru t.d. gerðar loftslagsrannsóknir, árekstrarprófanir á bílum og hermanir á áhrifum lyfja á líkamann.

Við skrifuðum undir rafmagnssamninga við tvö gagnaver á árinu 2018, Advania Data Centers og Etix Everywhere Iceland. Verne Global er gagnaver sem hefur verið í viðskiptum um árabil.

Á árinu 2018 gangsetti PCC BakkiSilicon einnig kísilmálmverksmiðju á Húsavík og eru viðskiptavinir okkar sem teljast til stórnotenda orðnir tíu talsins.

Segment
Eftir undirritun rafmagnssamnings við Advania Data Centers.
Section
Segment

Skipting raforkusölu, selt magn

Section
Segment

Stórnotendur

Section
Segment

Advania Data Centers

Advania Data Centers hóf starfsemi árið 2014 og er stærsta gagnaverið á Íslandi. Fyrirtækið býður uppá fjölbreytta gagnaversþjónustu, m.a. aðgang að ofurtölvu reikniafli í skýinu. Starfsemi fyrirtækisins fer fram á Steinhellu í Hafnarfirði og Fitjum í Reykjanesbæ. Landsvirkjun veitir gagnaverum Advania Data Centers hluta af því rafmagni sem það nýtir.

www.advaniadc.com

Segment

Segment

Alcoa Fjarðaál

Álverið á Reyðarfirði er stærsta álver Íslands og framleiðir 346.000 tonn af áli. Álverið er nýjasta álverið af þremur hér á landi en full starfsemi þess hóst árið 2008. Landsvirkjun veitir álverinu allt það rafmagn sem það nýtir.

www.alcoa.is

Segment

Segment

Elkem

Kísiljárnsmiðjan á Grundartanga hóf rekstur árið 1979 og framleiddi 60.000 tonn af járnblendi á sínum fyrstu árum. Framleiðslugeta kísiljárnsmiðjunnar hefur nokkrum sinnum verið aukin frá þeim tíma en nú eru þar framleidd 120.000 tonn af járnblendi og er stór hluti þess sérvara. Landsvirkjun sér fyrir allri raforku sem nýtt er til framleiðslunnar.

www.jarnblendi.is

Segment

Segment

Etix Everywhere Iceland

Á árinu 2018 byggði Etix gagnaver á Blönduósi en auk þess rekur fyrirtækið gagnaver í Reykjanesbæ. Umsvifin hafa aukist hratt undanfarin misseri og er Landsvirkjun meginbirgir versins á Blönduósi.

www.bdc.is

Segment

Section
Segment

Norðurál

Álverið á Grundartanga hóf starfsemi sína árið 1998 með 30.000 tonna álframleiðslu sem var fljótlega aukin í 60.000 tonn. Núverandi framleiðslugeta álversins er um 300.000 tonn. Landsvirkjun sér álverinu nú fyrir þriðjungi af því rafmagni sem nýtt er.

www.nordural.is

Segment

Section
Segment

PCC BakkiSilicon

PCC BakkiSilicon hóf rekstur á kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík á árinu 2018. Verksmiðjan er nú komin í fullan rekstur og framleiðir um 33.000 tonn af kísilmálmi. Landsvirkjun afhendir kísilmálmverksmiðjunni allt það rafmagn sem það nýtir.

www.pcc.is

Segment

Segment

Rio Tinto Alcan

Álverið í Straumsvík í Hafnarfirði hóf starfsemi árið 1969 og framleiddi þá einungis 33.000 tonn af áli. Frá þeim tíma hefur framleiðslugeta álversins verið aukin nokkrum sinnum. Árið 2010 var rafmagnssamningur við álverið endurnýjaður og síðan hefur álverið aukið framleiðslu sína í um 211.000 tonn árlega. Landsvirkjun tryggir álverinu allt það rafmagn sem það nýtir.

www.riotinto.is

Segment

Segment

TDK Foil Iceland

Becromal breytti nafni sínu í TDK Foil Iceland á árinu 2018. Fyrirtækið hóf starfsemi á Akureyri árið 2008 og framleiðir aflþynnur fyrir þétta í rafeindabúnað. Landsvirkjun tryggir verksmiðjunni alla þá raforku sem þarf í framleiðsluna.

www.foil.tdk-electronics.tdk.com

Segment

Segment

Verne Global

Gagnaver Verne Global hóf starfsemi árið 2010 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið á Íslandi. Starfsemi fyrirtækisins fer fram á Ásbrú í Reykjanesbæ og tryggir Landsvirkjun gagnaverinu allt það rafmagn sem það nýtir.

www.verneglobal.com

Segment

Segment

United Silicon/Stakksberg

United Silicon hf. stundaði rekstur kísilmálmverksmiðju í Helguvík um skeið. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í ágúst 2017 og að lokum í gjaldþrot í janúar 2018. Í framhaldinu tók Stakksberg ehf., sem er í eigu Arion banka, yfir verksmiðjuna og raforkusamning fyrirtækisins við Landsvirkjun. Stakksberg ehf. vinnur nú að endurskipulagningu verksmiðjunnar.

Section
Segment

Heildsölumarkaður raforku er vettvangur viðskipta með raforku á milli raforkusala.

Segment

Viðskiptavinir Landsvirkjunar í heildsölu selja raforkuna áfram til heimila og almennra fyrirtækja.

Um 15% af rafmagnssölu fyrirtækisins, eða 2,3 TWst, fara fram með þessum hætti. Landsvirkjun innleiddi nýtt fyrirkomulag heildsölusamninga í byrjun árs 2017. Í kjölfarið hefur aflskuldbinding fyrirtækisins minnkað umtalsvert og skammtímakaup á rafmagni aukist. Bætt nýting raforkukerfisins með þessum hætti hefur í för með sér betri nýtingu á auðlindum.

Með styttri og sveigjanlegri samningum hefur innkoma nýrra aðila á markaðinn verið auðvelduð og samkeppni aukist. Tvö ný fyrirtæki á heildsölumarkaði hafa tekið til starfa á síðustu misserum, Íslensk orkumiðlun og Orka heimilanna, og bættust þar með í hóp viðskiptavina. Sölufyrirtækin eru því átta talsins, en hin fyrirtækin eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða og Rafveita Reyðarfjarðar.

Græn skírteini, sem votta raforkunotkunina sem endurnýjanlega, fylgja með allri sölu á rafmagni frá fyrirtækinu í heildsölu.