Section
Section
Segment

Stefna okkar um samskipti er að skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila.

Við leggjum mikla áherslu á að tekið sé tillit til samskiptastefnu okkar og henni framfylgt í öllum verkefnum fyrirtækisins.

Sjá nánar um aðrar stefnur fyrirtækisins

Segment

Stefna okkar er að skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila.

Section
Segment

Fundir og viðburðir á árinu

Landsvirkjun stendur árlega fyrir opnum fundum um starfsemi fyrirtækisins ásamt þátttöku í öðrum viðburðum.

Viðfangsefnin eru fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land. Á árinu voru haldnir tveir opnir fundir þar sem fjöldi fólks sótti fyrirtækið heim og kynnti sér starfsemi þess.

Auk þess var haldin hugmyndasamkeppni í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands en auglýst var eftir tillögu að hönnuðu verki, eða listaverki, sem staðsett yrði í náttúru Þeistareykja.

Segment

Á traustum grunni

 • 1.bb.jpg
 • 2. jthg.jpg
 • ss.jpg
 • sgh.jpg
 • mþg.jpg
 • 4.ra.jpg
 • 3.ha.jpg
Segment

Ársfundur félagsins var haldinn 15. maí 2018 undir yfirskriftinni Á traustum grunni.

Ávörp héldu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar.

Hörður Arnarson forstjóri kynnti afkomu og starfsemi ársins og Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði, kynnti jafnréttisátak innan fyrirtækisins.

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri fjallaði um horfur á raforkumarkaði og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, fjallaði um aukna raforkuþörf í tengslum við samfélagsbreytingar nútíðar og framtíðar.

Fundarstjóri var Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs.

Á traustum grunni – Ársfundur Landsvirkjunar

Segment

Orkumarkaðir í mótun: Viðskipti og verðmyndun

 • 2. landsvirkjun_06112018-1.jpg
 • 1. landsvirkjun_06112018-22.jpg
 • landsvirkjun_06112018-25.jpg
 • landsvirkjun_06112018-37.jpg
 • landsvirkjun_06112018-13.jpg
Segment

Húsfyllir var á opnum morgunverðarfundi undir yfirskriftinni Orkumarkaðir í mótun: Viðskipti og verðmyndun á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum héldu sérfræðingar í viðskiptagreiningu Landsvirkjunar erindi um stöðu orkumarkaða á Íslandi og erlendis og að loknum erindum fóru fram líflegar pallborðsumræður. 

Upptaka frá fundinum

Kynningar

Section
Segment

Kynntu þér Landsvirkjun á vefnum

Fyrirtækið heldur úti mikilvægri upplýsingamiðlun á vef fyrirtækisins, bæði á íslensku og ensku, en á árinu 2018 heimsóttu um 75 þúsund notendur vef fyrirtækisins. Fylgjendum á Facebook-síðu fyrirtækisins fjölgaði um 7% á árinu og eru þeir nú 4.587 talsins. Fyrirtækið deildi einnig um 60 færslum á Facebook og fékk rúmlega fjögur þúsund like á færslur sínar. Fyrirtækið er einnig á Twitter og Instagram.

Markmið okkar er að auka aðgengi almennings að árlegu uppgjöri fyrirtækisins og stuðla að virkri upplýsingagjöf um starfsemi þess. Á árinu 2018 heimsóttu tæplega fjögur þúsund lesendur sameinaða árs- og umhverfisskýrslu og voru síðuflettingar yfir 11.500 talsins.

Ársskýrsla er aðgengileg öllum áhugasömum sem geta einnig kynnt sér fyrirtækið á Landsvirkjun.is, á Facebook-síðunni okkar, Twitter og Instagram.

Section
Segment

Opið hús í Búrfellsstöð II

 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-4.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-6.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-11.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-16.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-38.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-18.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-47.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-53.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-63.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-54.jpg
 • landsvirkjun_burfell_2_01072018-59.jpg
Segment

Hátt í 700 manns á öllum aldri skemmtu sér vel í góðu veðri við Búrfellsstöð II 1. júlí, þegar gestum gafst færi á að skoða þessa nýjustu aflstöð Íslendinga. 

Segment

Áhersla á samskipti við nærsamfélag aflstöðva

Meðal annars er árlega gerð áætlun á hverju svæði fyrir sig þar sem fram kemur hvenær á árinu ráðgert er að hitta viðkomandi hagaðila. Er það gert til að tryggja reglubundin samskipti og koma í veg fyrir að atvik eigi sér stað sem hægt væri að koma í veg fyrir með virkri upplýsingagjöf og samskiptum.

Dæmi um slík samskipti á árinu voru heimsókn hagaðila til Blöndustöðvar vegna fyrirhugaðrar vinnu og viðgerða á Gilsárstíflu, vettvangsskoðun með Landgræðslu og hagaðilum sveitarfélaganna á Eyvindarstaðaheiði, veiðifélagsfundir og margir fundir og samráð við Húnavatnshrepp.

Virk samskipti eiga sér einnig stað á vegum sjálfbærniverkefnanna á Austurlandi og Norðausturlandi, auk reglulegra opinna funda og viðburða á vegum Landsvirkjunar. 

Nánari umfjöllun um sjálfbærniverkefnin

Vefsvæði Sjálfbærniverkefnis Austurlands

Vefsvæði Sjálfbærniverkefnis Norðausturlands

Samráð og samskipti í tengslum við framkvæmdir

Búrfellsstöð II

Stækkun Búrfellsvirkjunar lauk á árinu, en Búrfellsstöð II var gangsett í júní 2018. Opið hús var haldið við Búrfell 1. júlí, þar sem gestum gafst færi á að skoða þessa nýjustu aflstöð Íslendinga. Hátt í 700 gestir á öllum aldri skemmtu sér vel í góðu veðri. Á framkvæmdatíma heimsóttu fjölmargir gestir verkstað og fengu kynningu og skoðunarferð um svæðið. Gestahóparnir á framkvæmdatíma voru fjölbreyttir og má nefna til dæmis eldri borgara, nemendur, ljósmæður og karlakór Selfoss. Alls komu um 120 hópar af gestum, bæði innlendir og erlendir, eða í heildina yfir 1.500 manns.

Umhverfisráð var sett á laggirnar á framkvæmdatíma og er það í fyrsta sinn sem slíkt ráð er skipað fyrir framkvæmdaverkefni Landsvirkjunar. Tilgangur umhverfisráðsins var að skapa vettvang fyrir opið samráð við helstu hagsmunaaðila umhverfismála á áhrifasvæði framkvæmdanna. Alls voru haldnir fjórir fundir á framkvæmdatíma, þar af þrír á árinu 2018.

Öryggisráð var einnig starfandi á meðan framkvæmdum stóð til þess að ræða vinnuverndarstarf á verkstað. Alls voru haldnir 16 fundir á framkvæmdatíma, þar af sex á árinu 2018.

Nánar um Búrfellsstöð II

Þeistareykjastöð

Önnur 45 MW vél Þeistareykjastöðvar var tekin í notkun vorið 2018. Margt var gert á árinu til að veita almenningi upplýsingar um verkefnið og framvindu þess. Upplýsingamiðlun var einkum í gegnum fjölmiðla en líka með móttöku gesta. Áframhaldandi áhersla verður lögð á samtal og samráð við almenning vegna Þeistareykjastöðvar og rekstrar hennar.

Á árinu stóð Landsvirkjun fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands, en auglýst var eftir tillögu að hönnuðu verki, eða listaverki, sem staðsett yrði í náttúru Þeistareykja. Markmið keppninnar var að fá fram tillögu að verki sem gæti aukið á upplifun þeirra sem leið eiga um svæðið.

Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína sem bar heitið Römmuð sýn og voru verðlaunin veitt 9. október 2018. Sýning á þeim fjórum tillögum sem komust í úrslit í keppninni var haldin í Hönnunarsafni Íslands 10.-14. október og var aðgangur ókeypis. Tillögurnar voru síðan hafðar til sýnis í Safnahúsinu á Húsavík frá 27. október til ársloka.

Nánar um Þeistareykjastöð

Section
Segment

Samfélagslegur stuðningur

Segment

Orkurannsóknasjóður

Alls styrkti Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar 32 verkefni árið 2018. Alls námu styrkir ársins 55.4 milljónum króna. Verkefnin voru fjölbreytt, flest á sviði náttúru- og umhverfisrannsókna, og nokkur um nýjungar í tækni.

Lista yfir verkefnin má finna á vefsíðu Landsvirkjunar

Segment

Stoltur bakhjarl samfélagshraðals Snjallræðis

Á árinu styrkti Landsvirkjun fyrsta íslenska viðskiptahraðalinn fyrir samfélagslega nýsköpun – Snjallræði. Hraðlinum er ætlað að stuðla að fjölbreyttari nýsköpun á Íslandi og skapa vettvang fyrir aukið samfélagslegt frumkvöðlastarf. Hraðallinn hóf göngu sína 10. október 2018 og fengu sjö verkefni vinnuaðstöðu í Húsi skapandi greina við Hlemm í sjö vikur. Alls bárust umsóknir frá 40 teymum.

Nánari upplýsingar um hraðalinn og verkefnin má finna á heimasíðu Snjallræðis.

JA Iceland -Ungir frumkvöðlar

Landsvirkjun tekur virkan þátt í samtökunum Ungir frumkvöðlar eða Junior Achievement (JA) á Íslandi. JA eru alþjóðleg félagasamtök en verkefni á vegum samtakanna snerta meira en tíu milljónir nemenda á ári í 123 löndum. Á árinu 2018 útvegaði fyrirtækið fjóra leiðbeinendur til verkefnisins en um 550 ungir frumkvöðlar, nemendur við þrettán íslenska framhaldsskóla, spreyttu sig á stofnun og rekstri fyrirtækja í sprotafyrirtækjakeppni Ungra frumkvöðla. Hörður Arnarson forstjóri er stjórnarformaður samtakanna.

Samfélagssjóður

Samfélagssjóður Landsvirkjunar úthlutar allt að 12 milljónum króna á ári hverju, í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna. Árið 2018 voru 32 fjölbreytt verkefni styrkt en heildarúthlutanir sjóðsins námu 11.350.000 krónum.

Lista yfir verkefnin má finna á vefsíðu Landsvirkjunar

Segment

Stefna Samfélagssjóðs er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.