Section
Segment

Metár í orkusölu og orkuvinnslu

Rekstur Landsvirkjunar gekk vel á árinu 2018. Orkusala hefur aldrei verið meiri, eða 14,8 TWst. Einnig voru tekjur þær hæstu í sögu fyrirtækisins. Ytri aðstæður voru fyrirtækinu hagstæðar. Má þar nefna hækkun álverðs um 7% milli ára.

Section
Segment

Rekstraryfirlit 2018

Í sögulegu samhengi hafa tekjur Landsvirkjunar verið stöðugar, þrátt fyrir sveiflur á álverði og gengi gjaldmiðla. Síðustu tvö ár hafa tekjur hækkað, en rekstrartekjur ársins 2018 eru þær hæstu í sögu Landsvirkjunar. Í samanburði við árið 2017 jukust þær um 51 m.USD. Skýrist sú hækkun að mestu af aukinni orkusölu, hærri flutningstekjum og hærra álverði. Hluti af raforkusamningum eru tengdir álverði.

Section
Segment
Segment

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir, EBITDA, nam 390 m.USD árið 2018. Þróun EBITDA hefur verið í takt við tekjuþróun fyrirtækisins. Kostnaður hefur einnig farið hækkandi. Einkum vegna almennrar launaþróunar og hækkunar á aðkeyptri vinnu og vörum. Áhrif íslensku krónunnar jafnast út í tekjum og gjöldum, sem myndar náttúrulega gengisvörn.

Section
Segment
Segment

Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði er sá mælikvarði sem Landsvirkjun horfir til þegar metinn er grunnrekstur fyrirtækisins. Afkoma grunnrekstrar hefur farið batnandi á síðustu árum að árinu 2016 undanskildu. Hagnaðurinn á árinu 2018 var sá mesti í sögu Landsvirkjunar og nam um 184 m. USD. Hækkandi rekstrartekjur eru helsti áhrifavaldurinn á aukinn hagnað milli ára. Hækkun fjármagnsgjalda kemur þó á móti en einskiptisfærsla vaxtagjalda, að fjárhæð 10,5 m. USD í tengslum við uppgreiðslu á skuldabréfi og láni, var á öðrum ársfjórðungi 2018.

Section
Segment
Section
Segment

Vextir á lánum fyrirtækisins taka mið af markaðsvöxtum hverju sinni. Fyrirtækið ver vaxtaáhættu að hluta með notkun afleiðusamninga. Í árslok 2018 voru 73% vaxtaberandi skulda með fasta vexti að teknu tilliti til afleiðusamninga. Hækkun vaxtagjalda milli ára skýrist af einskiptisfærslu vaxtagjalda að fjárhæð 10,5 m. USD í tengslum við uppgreiðslu á skuldabréfi og láni á öðrum ársfjórðungi 2018.

Section
Segment

Horfur í rekstri

Afkoma Landsvirkjunar mun ráðast að miklu leyti af þróun vaxta, gjaldmiðla, eftirspurn viðskiptavina og álverðs. Hluti lána ber breytilega vexti, hluti lánasafns er í öðrum gjaldmiðlum en USD, aðstæður á heimsmarkaði hafa áhrif á viðskiptavini Landsvirkjunar og tekjur Landsvirkjunar eru að hluta til tengdar verði á áli. Því hafa breytingar á þessum þáttum áhrif á framtíðarafkomu Landsvirkjunar, en markvisst hefur verið unnið að því að lágmarka þá áhættu.

Section
Segment

Fylgiskjöl

Hér má sækja ársreikning 2018 á rafrænu formi. Skjölin innhalda annars vegar ársreikninginn í heild sinni í PDF-skjali og hins vegar helstu stærðir í Excel-skjali.