Ársskýrsla 2018

Í landi endurnýjanlegrar orku

Section
Segment

Á réttri leið

Rekstur Landsvirkjunar gekk vel á árinu 2018. Orkusala hefur aldrei verið meiri, eða 14,8 TWst. Einnig voru tekjur þær hæstu í sögu fyrirtækisins og nettó skuldir lækkuðu um 158 milljónir Bandaríkjadollara á árinu.

Nánar um ársreikning 2018

Segment

Rekstrartekjur

USD 534m 11%

Ebitda

USD 390m 13%

Handbært fé frá rekstri

USD 296m 6%

Selt magn

TWst 14,8 3%

Frjálst sjóðstreymi

USD 273m 6%

Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði

USD 184m 20%

Nettó skuldir

USD 1.885m -8%

Eiginfjárhlutfall

- 48,6% 2,8%
Segment

Átjánda aflstöð Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, var gangsett á árinu auk þess sem annar áfangi þeirrar sautjándu, Þeistareykjastöðvar, var tekinn í rekstur. Kröflustöð fagnaði fertugasta rekstrarári sínu á árinu.

Búrfellsstöð II:
Átjánda aflstöð Landsvirkjunar

Þeistareykjastöð:
Annar áfangi tekinn í notkun

Kröflustöð:
Farsæll rekstur í fjóra áratugi

Segment

Úr grænu bókhaldi

Kolefnisspor
CO2-ígilda

TONN 27.875

Hlutfall hreinorkubíla
af bílaflota

21.7%

Samdráttur í losun
vegna flugferða

15.8%

Samdráttur í losun vegna raforkuvinnslu
jarðvarmastöðva á hverja MWst

46%

Nánar um grænt bókhald

Segment
Section

Landsvirkjun styður við heimsmarkmið (HM) Sameinuðu þjóðanna og leggur sérstaka áherslu á þrjú þeirra.

Jafnrétti

Unnið er samkvæmt þriggja ára aðgerðaáætlun, sem ætlað er að stuðla að jafnrétti innan fyrirtækisins.

Nánar um HM 5

Sjálfbær orka

Tryggja skal öllu mannkyni aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði eigi síðar en árið 2030.

Nánar um HM 7

Loftslagsmál

Kröfur eru gerðar til allra fyrirtækja um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga.

Nánar um HM 13

Segment
Section

Það kostar að losa

Árið 2018 tók Landsvirkjun upp innra kolefnisverð, sem er kostnaðarviðmið fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. Með því er losun gróðurhúsalofttegunda meðhöndluð sem kostnaður í rekstri fyrirtækisins. Þetta styður við markmið fyrirtækisins um kolefnishlutleysi árið 2030.

Nánar um aðgerðir okkar í loftslagsmálum

Umframeftirspurn eftir grænum skuldabréfum

Sjöföld eftirspurn var eftir grænum skuldabréfum sem Landsvirkjun gaf út á Bandaríkjamarkaði, fyrst íslenskra fyrirtækja, í samræmi við áherslu félagsins á heimsmarkmið 13 um loftslagsmál.

Nánar um græn skuldabréf

Fjölbreytt viðskiptatækifæri

Endurnýjanlegir orkugjafar eru hluti af sterkri ímynd Íslands og skapa fjölmörg tækifæri til að auka verðmætasköpun með sjálfbæra nýtingu auðlinda að leiðarljósi.

Nánar um ný tækifæri

Hverfandi kolefnisspor

Kolefnisspor Búðarhálsstöðvar er 1,5 grömm af koldíoxíðígildum á kílóvattstund, en meðaltal raforkuvinnslu í Evrópu er 417 grömm.

Nánar um kolefnissporið okkar

Betri einkunn í alþjóðlegum samanburði

Árið 2018 hækkaði einkunn okkar hjá alþjóðlegu samtökunum CDP úr C í B, sem samkvæmt einkunnakerfi CDP þýðir að fyrirtækið hafi góða yfirsýn yfir loftslagsmál í starfsemi sinni og stýri þeim á markvissan hátt.

Nánar um CDP

Section